Vilhjálmur og Katrín ætla til Bandaríkjanna

Vilhjálmur prins og Katrín hertogynja hafa verið ástleitnari í garð …
Vilhjálmur prins og Katrín hertogynja hafa verið ástleitnari í garð hvors annars undanfarið. Þau eru að reyna að styrkja ímynd sína og nútímavæða konungsfjölskylduna. AFP

Vilhjálmur prins og Katrín hertogynja stefna á að umfangsmikla Bandaríkjareisu á næsta ári. Þau vilja styrkja orðspor sitt þar í landi en það beið mikla hnekki eftir viðtal Opruh Winfrey við Harry og Meghan.

„Þau vita að vinsældir þeirra dvínuðu þar í landi eftir viðtalið við Opruh Winfrey og þau vilja reyna að ná aftur upp fyrri vinsældir,“ segir heimildarmaður Vanity Fair.

Vilhjálmur og Katrín fóru síðast í ferð til Bandaríkjanna árið 2014 en þá var Katrín ólétt að Karlottu prinsessu. Ekki er ljóst hvort þau muni heimsækja Harry og Meghan í Kaliforníu í næstu Bandaríkjareisu.

Athygli vekur að Vilhjálmur og Katrín hafa verið mun duglegri að sýna ástleitni sína opinberlega undanfarið. Talið er líklegt að þau séu að reyna að höfða til fólks á breiðari grundvelli en áður. „Þau virðast skilja það að þau verði að gera meira til þess að selja sig sem par, fjölskylda og sjálfstæðir persónuleikar sem brenna fyrir málefnum,“ sagði Duncan Larcombe konungslegur álitsgjafi. „Þetta eru Harry og Meghan-áhrifin en Harry og Meghan hafa einhliða höfðað vinsældakeppni á milli þeirra.“

Vilhjálmur og Katrín vilja komast til Bandaríkjanna til þess að …
Vilhjálmur og Katrín vilja komast til Bandaríkjanna til þess að ná aftur fyrri vinsældum og styrkja stöðu sína á heimsvísu. AFP
mbl.is