Yfir sig ástfangin í New Orleans

Ant Anstead og Renée Zellweger eru ástfangin upp fyrir haus …
Ant Anstead og Renée Zellweger eru ástfangin upp fyrir haus í New Orleans. Skjáskot/Instagram

Stjörnuparið Renée Zellweger og Ant Anstead heimsóttu New Orleans í Louisiana í Bandaríkjunum á dögunum. Parið lét vel af ferðinni og sagði Anstead í færslu á Instagram að það væri eitthvað einstakt við borgina. 

Zellweger og Anstead tóku saman fyrr á þessu ári og opinberuðu samband sitt á samfélagsmiðlum í haust. 

„Að ganga um borgina síðla nætur, öll magnaða sagan sem þessi nörd elskar, arkitektúrinn, blanda menningarheima, maturinn, fólkið, lyktin, hljóðin. Þetta allt varð betra með töfrandi félagsskap,“ skrifaði hinn ástfangni Anstead við mynd af þeim Zellweger kyssast. 

View this post on Instagram

A post shared by ant anstead (@ant_anstead)

View this post on Instagram

A post shared by ant anstead (@ant_anstead)mbl.is