Hækka miðaverð í fimmta sinn á fimm árum

Disneyland hefur boðað verðhækkanir á dagpössum í garðinn. Er þetta …
Disneyland hefur boðað verðhækkanir á dagpössum í garðinn. Er þetta í fimmta sinn á fimm árum sem verðið er hækkað. AFP

Disneyland í Anaheim í Kaliforníu í Bandaríkjunum tilkynnti í vikunni að von væri á hækkun miðaverðs í garðinn. Er þetta í fimmta sinn á fimm árum sem verð á aðgangsmiðum að skemmtigarðinum vinsæla er hækkað. 

Los Angeles Times greinir frá því að verð á dagpassa í garðinn muni hækka um allt að 3 til 8 prósent og að verð á bílastæðamiðum muni hækka um 20 prósent. Miðaverðið var síðast hækkað í febrúar á síðasta ári, stuttu áður en skemmtigarðarnir lokuðu í þrettán mánuði vegna heimsfaraldursins. 

Þá verður miðaverðið einnig hærra á vinsælum árstíðum eins og um jól og áramót. 

Frá árinu 2016 tók Disneyland upp nýja verðskrá og var þá miðaverðið mishátt eftir eftirspurn. Miðaverð á þriðjudögum og miðvikudögum í seinni hluta janúar voru þá til dæmis mun ódýrari heldur en um helgar á háanna tímum. 

Hæsta verðið á dagpassa í garðinn er nú 164 bandaríkjadalir eða rúmlega 21 þúsund krónur íslenskar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert