Verslaði í H&M í London eins og almúginn

Angelina Jolie var í London í vikunni.
Angelina Jolie var í London í vikunni. AFP

Það kannast margir ferðamenn við að koma við á verslunargötunni Oxford Street í London. Fólki í verslun H&M á götunni frægu brá heldur betur í brún í vikunni þegar stórstjarnan Angelina Jolie verslaði í búðinni ásamt 13 ára gamalli dóttur sinni, Vivienne Jolie-Pitt. 

Leikkonan sást skoða föt inni í búðinni ásamt dóttur sinni að því er fram kemur á vef Daily Mail. Jolie sást einnig með venjulega stuttermaboli í fanginu og að lokum sást dóttir hennar halda á poka frá verslunarkeðjunni úti á götu. 

Sænski fatarisinn var ekki eina búðin sem mæðgurnar komu við í. Þær heimsóttu einnig leikfangabúðina Hamley's og sást aðstoðarfólk Jolie bera nokkra poka frá leikfangabúðinni út í bíl. Ekki er vitað hvað var í pokunum en yngstu börn Jolie eru 13 ára. 

Jolie er búin að vera á ferð og flugi og fór ekki alla leið til Evrópu einungis til þess að kaupa stuttermaboli í H&M. Hún á sex börn en tvær dætur hennar, Za­hara og Shi­loh, mættu með henni á frumsýningu í Róm á sunnudaginn. 

Maddox Jolie-Pitt, Vivienne Jolie-Pitt, Angelina Jolie, Knox Jolie-Pitt, Shiloh Jolie-Pitt, …
Maddox Jolie-Pitt, Vivienne Jolie-Pitt, Angelina Jolie, Knox Jolie-Pitt, Shiloh Jolie-Pitt, og Zahara Jolie-Pitt. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert