Guðrún Veiga og fjölskylda á paradísareyjunni

Fjölskyldan í Leifsstöð.
Fjölskyldan í Leifsstöð. Skjáskot/Instagram

Mann- og förðunarfræðingurinn Guðrún Veiga Guðmundsdóttir lætur fara vel um sig á paradísareyjunni Tenerife um þessar mundir ásamt kjarnafjölskyldu sinni. Þar nýtur hún þess að flatmaga í sólinni og lesa góðar bækur, en lesbrettið frá Storytel er aldrei langt undan miðað við myndirnar úr fríinu.

Guðrún Veiga greindi frá því á Instagram að hótelið sem fjölskyldan dvelur á í fríinu heitir Bitácora. Er það hluti af Spring Hotels samsteypunni, staðsett við Santa Cruz ströndina á Tenerife. Hótelið uppfyllir ekki alveg fimm stjörnu gæðastuðul en það vantar ekki mikið upp á því hótelið fær fjórar og hálfa stjörnu. Dagskrá á hótelinu er mjög barnvæn og heldur úti margvíslegri afþreyingu fyrir börnin, enda segir Guðrún Veiga að fjölskyldan hafi dvalið á hótelinu áður og ekki orðið fyrir vonbrigðum.

Þá deildi Guðrún Veiga skemmtilegri mynd af einkadótturinni, Sigrúnu Þórdísi, á Instagram í gær þar sem hún var alsæl með appelsínugul, hringlaga gleraugu sem hún hafði keypt af götusölumanni.

Það verður aldrei rætt hversu mörgum evrum ég hef eytt i að kaupa mér frið síðustu tvo dagana,“ skrifaði Gveiga við færsluna. Það getur líka tekið á að fara með börnin í frí til sólarlanda - það þekkja flestir foreldrar.

View this post on Instagram

A post shared by Guðrún Veiga (@gveiga85)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert