Losnaði úr einangrun og fór til Köben

Friðrik Ómar Hjörleifsson smitaðist af kórónuveirunni en er búinn að …
Friðrik Ómar Hjörleifsson smitaðist af kórónuveirunni en er búinn að jafna sig. mbl.is/​Hari

Tónlistarmaðurinn Friðrik Ómar Hjörleifsson smitaðist af kórónuveirunni í lok október. Hann jafnaði sig í síðustu viku og beið ekki boðanna og fór til Kaupmannahafnar á föstudaginn með tónlistarkonunni Selmu Björnsdóttur.

Friðrik Ómar og Selma voru reyndar búin að bóka miðana til Kaupmannahafnar áður en Friðrik smitaðist. Hann rétt komst út en hann losnaði úr einangrun á fimmtudaginn, daginn fyrir brottför. Tónlistarfólkið var í vinnuferð en þau komu fram á Eurovision-skemmtun ásamt öðrum Eurvovision-stjörnum á laugardaginn. 

Tónlistarmaðurinn var duglegur að gera grein fyrir veikindum sínum og einangruninni á samfélagsmiðlum. Hann greindi meðal annars frá því eftir þriggja daga einangrun að hann væri með næga matarlyst en ekkert bragðskyn. Vinirnir Friðrik Ómar og Selma nýttu meðal annars ferðina til Kaupmannahafnar til þess að fá sér ekta danskt smørrebrød. 

View this post on Instagram

A post shared by Friðrik Ómar (@fromarinn)

View this post on Instagram

A post shared by Friðrik Ómar (@fromarinn)mbl.is