Klessti bílinn og gleymdi veskinu

Fall er fararheill. Júlí­an J. K. Jó­hanns­son og Ellen Ýr …
Fall er fararheill. Júlí­an J. K. Jó­hanns­son og Ellen Ýr Jónsdóttir í Leifsstöð. Ljósmynd/Twitter

Kraftlyftingarmaðurinn Júlí­an J. K. Jó­hanns­son er á leiðinni á Heimsmeistaramótið í kraftlyftingum í Noregi. Hann lenti í tveimur óheppilegum atvikum við brottför. Fall er fararheill og vonandi á það við í tilviki Júlíans. 

Júlían greindi frá því á Twitter að hann hefði klesst aðeins bíl konu sinnar á bílastæðinu við Leifsstöð. Ekki nóg með það þá uppgötvaði hann líka að hann hefði gleymt veskinu heima. Sem betur er Ellen Ýr Jónsdóttir kona hans með honum til halds og trausts. 

„Kominn upp a völl á leiðinni út á HM! Stemningin er góð þrátt fyrir að ég hafi klesst aðeins bílnum hennar Ellenar utan í annan hér á bílastæðinu og gleymt veskinu heima. Sem betur fer er ég með „sykurmömmu“ með,“ skrifaði Júlían á Twitter og birti mynd af sér af flugvellinum með Elleni. 

mbl.is