Stærðarinnar tarantúla fannst í flugvél

Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Myndin tengist fréttinni ekki beint. Af Wikipedia

Uppi varð fótur og fit þegar stærðarinnar tarantúla uppgötvaðist um borð í flugvél, í miðju flugi. Notandi á samfélagsmiðlum, @directorbrazil, náði atvikinu á myndband og deildi því á TikTok og Instagram. 

Atvikiði virðist hafa átt sér stað í vél mexíkóska flugfélagsins Volaris á dögunum í flugi á milli Mexíkó og Brasilíu. 

Á myndbandinu má heyra farþegana segja segja vá og Guð minn góður á sama tíma og þeir gripu til síma sinna til að skrásetja fund köngulónnar. 

mbl.is