Flugferð glamúrfyrirsætu olli fjaðrafoki

Katie Price fór til Las Vegas.
Katie Price fór til Las Vegas. skjáskot/Instagram

Breska glamúrfyrirsætan Katie Price yfirgaf flugvél sem var á leiðinni frá New York til Las Vegas í vikunni. Stjarnan var beðin að setja upp grímu en er sögð hafa neitað. Vinur segir að hún hafi sjálf ákveðið að yfirgefa flugvélina. Farþegi í sömu flugvél hafði aðra sögu að segja. 

„Katie var að tala í símann við börnin sín svo hún tók niður grímuna til þess að það heyrðist betur í henni. Hún var að klára símtalið þegar flugfreyja kom til hennar og sagði að hún þyrfti að setja grímuna á andlitið,“ sagði vinur Price í samtali við The Sun.  

Ferðalangur í sömu flugvél tísti um atvikið. Sagði hann að Price hefði verið hent út úr vélinni eftir að hún neitaði að nota grímu. „Ekki satt. Hún kaus að yfirgefa flugvélina af því hún var ekki búin að tala við börnin sín. Hún bara fór út og tók næsta flug. Það var ekkert drama.“

Price er nú komin til Las Vegas ásamt unnusta sínum Carl Woods. Parið er sagt ætla að gifta sig fljótlega og er talið að þau ætli að gera það í borginni. Það hefur mikið gengið á í lífi Price að undanförnu. Hún var handtekin í lok september þegar bíll hennar valt og hún var undir áhrifum.

Katie Price.
Katie Price. skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert