Mexíkó er heitasti áfangastaðurinn 2022

Strönd í Tulum í Mexíkó. Mexíkó verður vinsæll áfangastaður á …
Strönd í Tulum í Mexíkó. Mexíkó verður vinsæll áfangastaður á næsta ári að mati Travel + Leisure. AFP

Einu sinni var talað um að Ísland yrði heitasta landið eftir faraldurinn. Það er greinilega ekki mat bandaríska ferðatímaritsins Travel + Leisure. Mexíkó varð fyrir valinu þegar tímaritið valdi heitasta áfangastað ársins 2022. Að mati tímaritsins jafnast ekkert land á við Mexíkó þegar sól, strendur, afslöppun og víðátta er annars vegar. 

Fólk er hvatt til þess að skoða meira en bara sundlaugarbakkann og bent á að skoða náttúruna, kynna sér menninguna og gista á minni hótelum í stað þekktra hótela.

Kemur meðal annars fram fram að háannatími sé frá desember fram í apríl en þá er þurrkatímabil. Þar á eftir kemur júlí og ágúst en fæstir ferðast í maí og júní og frá september fram í nóvember. Verðið endurspeglar þetta og þeir sem vilja spara ættu að ferðast þegar fæstir ferðamenn eru á ferð. 

Í Mexíkó.
Í Mexíkó. AFP

Maturinn er enn önnur ástæða þess að fólk ætti að ferðast til Mexíkó. Strendurnar eru svo auðvitað það sem fæstir vilja láta fram hjá sér fara þrátt fyrir alla menninguna, söguna og náttúruundrin. Ferðatímaritið tók saman lista yfir bestu strendurnar í Mexíkó. 

Bestu strendurnar í Mexíkó eru: 

Playa del Amor, Cabo San Lucas.

Playa Sisal, Yucatan.

Playa Carrizalillo, Puerto Escondido.

Playa Delfines, Cancun.

Playa Mayto, Jalisco.

Troncones, Guerrero.

Playa Balandra, La Paz.

Progreso, Yucatan.

Medano Beach, Cabo San Lucas.

Sian Ka'an Biosphere Reserve, Quintana Roo.

Playa Tangolunda, Huatulco.

Playa Maroma, Riviera Maya.

Fólk er hvatt til þess að gera meira en að …
Fólk er hvatt til þess að gera meira en að liggja í sólbaði. AFP

Playa Tangolunda, Huatulco.

Playa Maroma, Riviera Maya.

Isla Holbox.

Playa Mujeres, Cancun.

La Punta, Puerto Escondido.

Playa Paraiso, Tulum.

Playa Blanca, Zihuatanejo.

Costalegre, Jalisco.

Playa Cerritos, Todos Santos.

Playa Canalan, Nayarit.

Lagunas de Chacahua, Oaxaca.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert