Fagnaði afmælinu með ástinni á Hótel Geysi

Aron Can og Erna María Björnsdóttir.
Aron Can og Erna María Björnsdóttir. Skjáskot/Instagram

Tónlistarmaðurinn Aron Can Gultekin fagnaði 22 ára afmæli sínu á Hótel Geysi í gær. Aron er einn fremsti tónlistarmaður þjóðarinnar og þrátt fyrir að vera aðeins 22 ára gamall hefur hann gert það gott í bransanum í um sex ár. 

Aron fagnaði deginum í sveitinni með kærustunni sinni, flugfreyjunni Ernu Maríu Björnsdóttur, og virtust þau njóta sín í botn af Instagram myndunum að dæma. 

mbl.is