Herra Hnetusmjör í foreldrafríi í London

Sara Linneth og Herra Hnetusmjör eru stödd í London.
Sara Linneth og Herra Hnetusmjör eru stödd í London. Skjáskot/Instagram

Tónlistarmaðurinn Árni Páll Árnason, betur þekktur sem Herra Hnetusmjör, er staddur í Lundúnum um þessar mundir ásamt kærustu sinni, Söru Linneth Castañeda.

Parið skellti sér í langþráð foreldrafrí áður en annað barn þeirra kemur í heiminn. En Sara er ófrísk að öðrum dreng og er hún sett í byrjun janúar 2022. Fyrir eiga þau, Árni Páll og Sara Linneth, soninn Björgvin Úlf, sem fæddist 9. febrúar 2020.

Heimsóknin til Lundúna var ekki einungis byggð á langþráðu foreldrafríi heldur nýtti Árni Páll tímann vel og var einnig viðstaddur útskriftarathöfn í Derby hjá systur sinni sem heitir líka Sara. Deildi hann mynd á Instagram af sér og systurinni, sem var uppáklædd í útskriftarbúningi eins og tíðkast þegar MSc gráður eru veittar. Af myndinni að dæma skein haustsólin skært en Árni Páll bar sólgleraugu og Sara, systir hans, þurfti að píra augunum vegna sólarinnar.

mbl.is