Trylltist þegar sætið hallaðist ekki

Atvikið átti sér stað um borð í vél American Airlines.
Atvikið átti sér stað um borð í vél American Airlines. AFP

Kona í Bandaríkjunum hefur hlotið 23 þúsund dala sekt eftir að hún réðst á flugþjón um borð í flugvél. Ástæða árásarinnar var að hún náði ekki að halla sæti sínu um borð í vélinni. 

Konan var í flugi American Airlines hinn 11. mars síðastliðinn. Hún var einnig sektuð fyrir að láta ljót orð falla í garð flugþjónsins. Samkvæmt gögnum í málinu lét hún allt starfsliðið heyra það þegar galli sætisins kom í ljós. 

Neitaði hún að skipta um sæti og lét gamminn geisa. Þá neitaði hún einnig að virða grímuskyldu um borð í vélinni. Að lokum samþykkti hún að skipta um sæti en hélt áfram að ausa fúkyrðum yfir flugþjóninn. 

Svo fór að hún sló hann og hélt áfram að reyna að slá til hans eftir að flugþjónninn færði sig. Hún var handtekin af lögreglu við lendingu. 

Independent

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert