Flýgur með margar flöskur af heilögu vatni

Hjónin Camilla og Karl í Jórdaníu.
Hjónin Camilla og Karl í Jórdaníu. AFP

Karl Bretaprins var í opinberri heimsókn í Jórdaníu á dögunum ásamt eiginkonu sinni, Camillu hertogaynju af Cornwall. Karl og Camilla heimsóttu al-Maghtas þar sem Jóhannes skírari er talinn hafa skírt Jesú. Karl fór heim til Bretlands með vatn sem hlýtur að teljast óvenjulegur minjagripur. 

Þegar hjónin heimsóttu al-Maghtas við ánna Jórdan fengu þau að dýfa fingrunum í heilagt vatnið. Vatnið verður notað þegar konungleg börn verða skírð í framtíðinni að því fram kemur á vef Daily Mail. 

Konungleg börn eru alltaf skírð með heilögu vatni frá staðnum sem Jesú var skírður en erfingi krúnunnar fer ekki alltaf í sérstaka ferð til Jórdaníu til þess að sækja vatnið. Mun þetta vera mjög sértakt. 

Karl Bretaprins dýfði fingrunum í heilagt vatn.
Karl Bretaprins dýfði fingrunum í heilagt vatn. AFP

Breska sendiráðið óskaði eftir nokkrum tugum flaskna af heilögu vatni að sögn Rustom Mkhjian stjórnandi á skírnarsvæðinu. „Ég vildi ekki spyrja. En þau sögðu að þau vildu það til þess að skíra seinna meir. Framtíðarskírnir, já.“

Karl og Camilla heimsóttu staðinn þar sem Jesú er talinn …
Karl og Camilla heimsóttu staðinn þar sem Jesú er talinn hafa verið skírður. AFP
Camilla og Karl fá að taka smá vatn með sér …
Camilla og Karl fá að taka smá vatn með sér heim til Bretlands. AFP
mbl.is