Jólatívolí opnað á Tenerife

Jólatívolí hefur opnað á Tenerife.
Jólatívolí hefur opnað á Tenerife.

Fjölmargir Íslendingar stefna á að verja jólunum á Tenerife með fjölskyldum sínum og til að gera jólin enn skemmtilegri verður hægt að skella sér í tívolí. Ferðasérfræðingurinn Snæfríður Ingadóttir skrifar um skemmtisvæðið á heimasíðu sinni, Lífið er ferðalag. 

Skemmtisvæðið heitir Feria Popular de Atracciones de Arona að sögn Snæfríðar, sem hefur meðal annars sent frá sér ferðabækur um Tenerife. 

„Um er að ræða skemmtisvæði sem aðeins er opið í kringum jólin en á svæðinu, sem er 2.000 fermetrar að stærð, er að finna alls konar sölubása og skemmtitæki fyrir alla fjölskylduna.

Yfirleitt er mikil stemning á svæðinu, dillandi tónlist og fjöldi sælgætis- og veitingabása. Hvort sem þú ert hrifinn af tívolítækjum eða ekki þá er upplifun að ganga þarna um, smakka á götumat heimamanna og láta hrífast af ljósadýrðinni og tónlistinni,“ skrifar Snæfríður. 

„Skemmtisvæðið er staðsett við La piscina municipal de Los Cristianos og er opið föstudaga og laugardaga milli kl. 17 og 23. Á sunnudögum er opið frá kl. 17 til 22.

Dagana 24., 25. og 31. desember og 5. og 6. janúar verður opið milli kl. 16 og 22. 1. janúar verður opið milli kl. 17 og 23. Síðasti dagur „Feria Poular de Atracciones de Arona" verður 9. janúar.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert