Harry og Meghan fara ekki í jólaferð til Bretlands

Harry Bretaprins og Meghan hertogaynja verða að öllum líkindum ekki …
Harry Bretaprins og Meghan hertogaynja verða að öllum líkindum ekki í Bretlandi um jólin. AFP

Hertogahjónin af Sussex, Harry og Meghan, virðast ekki ætla að verja jólunum með fjölskyldu Harrys á Bretlandi. Þetta eru fyrstu jólin frá láti afa Harrys, Filippusar prins, auk þess sem Elísabet hefur verið heilsulítil að undanförnu. 

Hjónin fengu boð um að verja jólunum með konungsfjölskyldunni. Þetta staðfesta fjölmargir heimildarmenn við slúðurmiðilinn Page Six. „Það tekur tíma að skipuleggja jól fjölskyldunnar þannig að auðvitað veit starfsfólkið að Harry og Meghan koma ekki. Ef þau ætluðu sér að koma væru þau búin að láta vita,“ sagði heimildarmaður. 

„Þetta eru fyrstu jól drottningarinnar án eiginmanns hennar svo fólk vonaðist til þess að þau myndu vilja vera með henni.“

Meghan hertogaynja hefur ekki komið til Bretlands síðan þau Harry sögðu skilið við bresku konungsfjölskyldan fyrir rúmu einu og hálfu ári. Sömuleiðis hefur eldra barn þeirra, Archie, ekki komið til Bretlands en síðan þá hafa hjónin eignast annað barn. Hjónin búa núna í Bandaríkjunum. Harry hefur hins vegar snúið aftur og var viðstaddur jarðarför afa síns fyrr á árinu. 

Talið er að hertogahjónin vilji komast hjá fjölmiðlafárinu sem skapast þegar þau heimsækja Bretland og er ólíklegt að þau velji jólin til þess. „Ég held að allir skilji að það verða læti þegar þau koma bæði til Bretlands en þau þurfa að rífa plásturinn af og halda áfram.“

Jólin 2018. Karl Bretaprins, Vilhjálmur Bretaprins, Katrín hertogaynja af Cambridge, …
Jólin 2018. Karl Bretaprins, Vilhjálmur Bretaprins, Katrín hertogaynja af Cambridge, Meghan hertogaynja af Cambridge og Harry Bretaprins. AFP

Drottningin ver jólunum á sveitasetri sínu í Sandringham ásamt fjölskyldu sinni. Á jóladag fer fjölskyldan saman til messu, meðal annars Karl Bretaprins, Camilla eiginkona hans, Vilhjálmur Bretaprins og Katrín hertogaynja af Cambridge.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert