Í rómantískri svítu í Mexíkó

Travis Barker og Kourtney Kardashian.
Travis Barker og Kourtney Kardashian. Skjáskot/Instagram

Fyrrverandi raunveruleikastjarnan Kourtney Kardashian og tónlistarmaðurinn Travis Barker gerðu heldur betur vel við sig í ferð sinni til San Cabo Lucas. Hið trúlofaða par dvaldi á einstaklega fallegri og rómantískri svítu sem er viðeigandi fyrir parið sem tjáir ást sína reglulega opinberlega. 

Kardashian birti myndir af svítunni á Instagram. Þar má til dæmis sjá baðkar fullt af rósum og blöðrum en parið er í afmælisferð í tilefni af 46 ára afmæli Barkers. 

Það má segja að ferðin hafi verið rómantísk frá A til Ö en parið horfði á jólakvikmynd á ströndinni umvafið kertum. Fengu þau svo einnig einkaflugeldasýningu á ströndinni.

Skjáskot/Instagram
mbl.is