Lifðu eins og Gummi kíró í Gucci-villunni

Gerðu vel við þig í Gucci villunni.
Gerðu vel við þig í Gucci villunni. Samsett mynd

Villan sem notuð var í kvikmyndinni House of Gucci, sem nýlega var frumsýnd, er nú til leigu á Airbnb. Villan heitir Villa Balbiano og er við Como-vatn á Ítalíu. Eins og nafn kvikmyndarinnar gefur til kynna er hún sannkölluð Gucci-greifavilla og hæfir mönnum á borð við kírópraktorinn Guðmund Birki Pálmason sem iðulega klæðist fötum frá tískumerkinu. 

Villa Balbiano er frá 16. öld og var í eigu Angelos Maria Durini á 18. öld. Er hann sagður hafa tekið á móti mektarmönnum þjóðfélagsins á heimili sínu og haldið stórkostlegar veislur fyrir meðlimi kaþólsku kirkjunnar. 

Í boði er ein nótt í villunni, hinn 30. mars árið 2022. Þessi eina nótt kostar 1.125 bandaríkjadali eða um 150 þúsund íslenskar krónur. Opnað verður fyrir bókanir mánudaginn 6. desember.

Ljósmynd/Airbnb
Ljósmynd/Airbnb
Ljósmynd/Airbnb
Ljósmynd/Airbnb
Ljósmynd/Airbnb
Ljósmynd/Airbnb
Ljósmynd/Airbnb
Ljósmynd/Airbnb
Ljósmynd/Airbnb
Ljósmynd/Airbnb
mbl.is