Mikil rigning á Tenerife

Mikið hefur rignt á Tenerife í nótt og í dag …
Mikið hefur rignt á Tenerife í nótt og í dag og er gert ráð fyrir áframhaldandi rigningaveðri á Kanaríeyjum. DESIREE MARTIN

Mikið hefur rignt á Tenerife í nótt og í dag. Útlit er fyrir meira rigningaveður um helgina á öllum Kanaríeyjum og spá veðurfræðingar því að mögulega muni snjóa á hæsta tindi La Palma, Roque Los Muchachos, en tindur fjallsins er í 2.300 metra hæð yfir sjávarmáli.

Yfir 3 þúsund eldingar mældust á mælum spænsku veðurstofunnar (AEMET) á Kanaríeyjum í nótt. Samkvæmt frétt Canarian Weekly má gera ráð fyrir þrumuveðri í dag og á morgun á Lanzarote og Fuerteventura. 

AEMET gaf út appelsínugula viðvörun vegna rigningarinnar á La Palma, norðurhluta Tenerife og fyrir höfuðborgina Santa Cruz. Gul viðvörun er í gildi á El Hierro, Gran Canaria, Fuerteventura og Lanzarote. 

mbl.is