Fallegasta borg heims að mati MacDowell

Andie MacDowell fer oft til Parísar.
Andie MacDowell fer oft til Parísar. AFP

„Til Parísar, án efa,“ sagði leikkonan Andie MacDowell þegar hún var spurð að því í viðtali við Condé Nast Tra­vell­er til hvaða borgar hún gæti farið milljón sinnum án þess að verða leið á henni. Stjarnan þekkir borgina svo vel að hún líkir sér við góðan leiðsögumann í henni. 

Hollywoodstjarnan ferðast oft til Parísarborgar vegna vinnu sinnar fyrir snyrtivörufyrirtækið  L'Oreal. „Eitt af því sem færir mér mikla gleði og ánægju er að fara með einhverjum af því mér líður eins og góðum leiðsögumanni þegar ég sýni fólki borgina. Ég veit hvert á að fara og hvað á að sjá.“

MacDowell fer með fólk á söfnin og í göngutúr um garðinn við Rodin-safnið. Hún segir einnig ómissandi að fara á lítil kaffihús og nefnir síðan sérstaklega kaffihúsið Angelinu, en þaðan sé ekki hægt að fara út án þess að fá sér heitt súkkulaði. 

„Byggingarlistin þarna heillar mig alltaf. Hún er svo ótrúleg, sérstaklega þegar þú kemur frá Ameríku þar sem allt er svo nýtt, við eigum ekki neitt eins og þetta. Þetta er fallegasta borgin að mínu mati og ég hef séð margt.“

París.
París. AFP
mbl.is