Eitt þekktasta sveitahótel landsins á sölu

Hótel Flókalundur er á sölu.
Hótel Flókalundur er á sölu. Ljósmynd/Ómar

Eitt þekktasta sveitahótel landsins, Hótel Flókalundur, er til sölu. Hótel Flókalundur er í friðlandi Vatnsfjarðar og er stutt í margar vinsælar náttúruperlur frá hótelinu. Óskað er eftir tilboði í hótelið en fasteignamat eru tæpar 64 milljónir. 

Á hótelinu eru 27 herbergi með baðherbergjum, eldhús og matsalur. Einnig eru starfsmannahús. Hótelinu fylgir líka hið vinsæla tjaldsvæði við Flókalund. Tjaldsvæðið er vinsælt enda er örstutt í náttúrulaugina Hellulaug sem er í fjöruborðinu og margir ferðalangar þekkja vel. Úr pottinum er glæsilegt útsýni yfir Breiðafjörð. 

Aðeins eru um fimm kílómetrar að Brjánslæk þar Breiðafjarðarferjan Baldur leggur að. Einnig er ekki langt að fara til að skoða Rauðasand, Dynjanda og Látrabjarg. 

Af fasteignavef mbl.is: Hótel Flókalundur

Hellulaug. Náttúrulaug er í fallegu umhverfi Vatnsfjarðar.
Hellulaug. Náttúrulaug er í fallegu umhverfi Vatnsfjarðar.
Hótelið er í friðlandi Vatnsfjarðar.
Hótelið er í friðlandi Vatnsfjarðar. Ljósmynd/Ómar
mbl.is