Í barnlausu fríi með unnustanum

Christina Haack og Josh Hall eyddu þakkargjörðarhátíðinni tvö saman í …
Christina Haack og Josh Hall eyddu þakkargjörðarhátíðinni tvö saman í Napa. Skjáskot/Instagram

Raunveruleikastjarnan og fasteignasalinn Christina Haack og unnusti hennar, fasteignasalinn Josh Hall, voru fjarri fjölskyldum sínum yfir þakkargjörðahátíðina. Hátíðinni eyddu þau í Napa í norður Kaliforníu. 

Haack og Hall deildu bæði myndum af helginni á Instagram og virðast þau virkilega hafa notið tímans í Napa. Napa þykir afbragðs áfangastaður en þaðan kemur eitt besta vín Bandaríkjanna.

Haack heldur nú úti raunveruleikaþáttunum Christina on the Coast en hún hefur áður verið í þáttunum Flip or Flop.

Börn Haack, þau Taylor og Brayden, voru ekki með í för en þau eyddu þakkargjörðarhátíðinni með föður sínum, Tarek El Moussa og nýrri eiginkonu hans Heather. Yngsti sonur hennar, Hudson, eyddi hátíðinni með föður sínum, Ant Anstead, í New Orleans þar sem þeir heimsóttu kærustu Anstead, leikkonuna Renée Zellweger. 

mbl.is