Fagnar fertugsafmælinu í útlöndum

Sam Asghari mun líklega gera allt til að Britney Spears …
Sam Asghari mun líklega gera allt til að Britney Spears eigi góðan afmælisdag. Skjáskot/Instagram

Poppprinsessan Britney Spears fagnar 40 ára afmæli sínu í dag. Í tilefni þess hefur hún ákveðið að leggja land undir fót ásamt unnusta sínum, Sam Asghari. 

Spears deildi þremur myndafærslum á Instagram í gær þar sem sjá mátti turtildúfurnar undirbúa sig fyrir brottför. Í heitum kossum og faðmlögum. Fréttamiðillinn Page Six greinir frá.

„Ó dýrmæta gleðin í dag,“ skrifaði Spears við eina færsluna. „Ég og unnusti minn erum svo spennt að komast aðeins í burtu. Þakka þér Guð fyrir tækifærið að fá að ferðast. Ég er svo blessuð,“ sagði hún jafnframt, og þakklætið leynir sé ekki.

Ekki er vitað hvert leið þeirra liggur í þetta skipti en í september mánuði um leið og ljóst var að Spears hafði losnað undan forræði föður síns, skelltu þau sér til Hawaii og dvöldu þar í nokkra daga.

Sam Asghari mun að öllum líkindum sjá til þess að Spears komi til með að eiga góðan og eftirminnilegan afmælisdag, enda hefur hann verið stoð hennar og stytta síðustu misseri.  

mbl.is