Beint í sólina eftir kalkúninn

Charlize Theron nýtur lífsins með fjölskyldunni í San Cabo Lucas …
Charlize Theron nýtur lífsins með fjölskyldunni í San Cabo Lucas í Mexíkó. AFP

Leikkonan Charlize Theron nýtur lífsins í Cabo San Lucas í Mexíkó um þessar mundir. Hin suður afríska leikkona er í ferðalaginu með móður sinni og dætrum sínum tveimur Jackson og August. 

Sást til leikkonunnar á föstudag í síðustu viku, daginn eftir þakkargjörðarhátíðina sem haldin var hátíðleg í Bandaríkjunum. Þá sást hún á ströndinni á þessum vinsæla áfangastað stjarnanna á laugardag og skellti hún sér til sunds í sjónum. 

mbl.is