Hópslagsmál brutust út á flugvelli

Slagsmál brutust út á alþjóðaflugvellinum í Minneapolis fyrir helgi.
Slagsmál brutust út á alþjóðaflugvellinum í Minneapolis fyrir helgi. skjáskot/Facebook

Slagsmál brutust út á Minneapolis-St. Paul alþjóðaflugvellinum í Minneapolis í Bandaríkjunum á föstudag í síðustu viku. Slagsmálin brutust út rétt fyrir miðnætti þegar farþegar höfðu gengið frá borði vélar Frontier Airlines. Star Tribune greinir frá.

Atvikið átti sér stað í komusal tvö og náðist á myndband. Því hefur nú verið dreift víðsvegar um samfélagsmiðla. Á einu myndbandinu sem deilt var á Facebook má sjá fjölda fólk berja hvort annað og aðra farþegar í miklu uppnámi yfir slagsmálunum.

Á einhverjum tímapunkti sést einn mannanna taka upp farangurskerru og reyna að lemja annan með henni. 

Lögregla var kölluð til á svæðið og leysti upp slagsmálin en enginn hefur verið ákærður. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert