Flutti til Spánar og stofnaði fyrirtæki

Birta Eik F. Óskarsdóttir flutti til Barselóna fyrr á þessu …
Birta Eik F. Óskarsdóttir flutti til Barselóna fyrr á þessu ári til að fara í meistaranám í viðskiptafræði.

Þegar patreksfirðingurinn Birta Eik F. Óskarsdóttir útskrifaðist með BS-gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands sá hún ekki fyrir að í desember sama ár myndi hún búa í Barselóna á Spáni og reka þaðan sitt eigið fyrirtæki. Birta segist sjálf geta verið svolítið óútreiknanleg en það var einmitt þess vegna að hún endaði í Barselóna. 

Á meðan hún lagði stund á viðskiptafræðina í HÍ vann hún hjá lögreglunni og stefndi á að fara í lögregluskólann eftir útskrift. „Ég tók skemmti­lega ákvörðun að fara í masters­nám í Barcelona á Spáni með það mark­mið að læra nýja hluti, kynn­ast nýju fólki og upp­lifa það að búa er­lend­is,“ segir Birta sem er að læra business management við ESEI International Business School. Skólinn er lítill einkarekinn skóli og eru aðeins 20 nemendur í hverjum bekk. 

Námið er verkefnamiðað og felur í sér fjölda kynninga en engin próf. „ Einnig eru flest verk­efn­in tengd at­vinnu­líf­inu á ein­hvern átt t.d. í ein­um áfanga sáum við ráðstefn­una Fix­ing the Futre, sem var mjög áhuga­verð. Kenn­ar­arn­ir í skól­an­um eru frá­bær­ir og eru mjög tengd­ir at­vinnu­líf­inu sem kenn­ir mér mikið. Ég valdi þenn­an skóla vegna þess að ég vissi að þetta yrði mik­il áskor­un fyr­ir mig, þar sem mér þykir mjög erfitt að halda kynn­ing­ar og koma fram og þá sér­stak­lega því þær er á ensku. Ég hef trú á því að námið muni hjálpa mér að vaxa sem ein­stak­ling­ur og ger­ir mig til­búna fyr­ir at­vinnu­markaðinn,“ segir Birta. 

Birta fann kjarkinn til að stofna fyrirtækið sitt þegar hún …
Birta fann kjarkinn til að stofna fyrirtækið sitt þegar hún flutti út.

Valdi Barselóna fram yfir Edinborg

Þegar Birta var að skoða háskólanám erlendis var hún ákveðin í því að velja sér skóla í Edinborg á Skotlandi. „Í fyrstu var ég ákveðin að fara til Ed­in­borg­ar því ég hef ferðast þangað og féll strax fyr­ir þess­ari fal­legu borg. Ég var að for­vitn­ast um veðrið á báðum stöðum og ég var ekki lengi að skipta um skoðun að fara frek­ar til Barcelona, því hérna er heit­ara lofts­lag og svo skín sól­in oft­ar hérna. Spænsk­an spil­ar stór­an part í ákvörðun­ar­tök­unni því mig hef­ur lengi langað að læra spænsku,“ segir Birta. 

Birta segir undanfarnar mánuði hafa verið lærdómsríka og skemmtilega.
Birta segir undanfarnar mánuði hafa verið lærdómsríka og skemmtilega.

Hún segir fyrstu mánuðina í borginni hafa verið gríðarlega lærdómsríka og skemmtilega. Hún er búin að kynnast mikið af frábæru fólki og læra nýja hluti. 

„Þetta hef­ur reynt á mig sem ein­stak­ling og hef­ur líka hjálpað mér að kynn­ast sjálfri mér og til­fin­ing­um mín­um bet­ur. Ég er mjög sjálf­stæð og vil helst standa á eig­in fót­um, þótt að fjöl­skylda og vin­ir séu alltaf til­bú­in að aðstoða mig sem ég kann vel að meta. Það er og hef­ur alltaf verið eitt­hvað í mér að ég ætla að stand mig sama hvað. Ætli þetta sé ekki bara þjósk­an í mér,“ segir Birta sem hvetur alla sem hafa tækifæri til að flytja einir til útlanda. 

Skóli á daginn og vinna á kvöldin

Samhliða náminu úti hefur hún komið á fót litlu fyrirtæki sem heitir Eik hönnun. Undir Eik hönnun hannar hún veggspjöld sem eru krossgátur með lýsingarorðum eða nöfnum fjölskyldumeðlima. „Mér datt þetta í hug eitt kvöldið þegar ég var að spila Scrabble við mömmu. Fór þá að vafra um á in­ter­net­inu og sá að það var eng­inn að gera neitt svona svipað. Ég var bú­inn að vera með þessa hug­mynd í koll­in­um í tvö ár áður en ég lét verða af þessu. Skrítið að segja það en ég fékk kjarkinn til að gera þetta eft­ir að ég flutti út. Ég sem sagt flutti út mánuði áður en skól­inn minn byrjaði, til að kynnst borg­inni og vita mun­inn á hægri og vinstri hér,“ segir Birta. 

Hugmyndina að veggspjöldunum hafði Birta verið með í tvö ár.
Hugmyndina að veggspjöldunum hafði Birta verið með í tvö ár.

Mestur frítími hennar fer í gerð veggspjaldanna. „Þeir sem þekkja mig vel vita að ég þarf alltaf að hafa eitt­hvað fyr­ir stafni og finnst voða leiðin­legt að gera ekki neitt. Þannig eft­ir að hafa verið hér í u.þ.b. 2 vik­ur og búin að ná átt­um og kynn­ast um­hverf­inu ákvað ég að láta að verða af þessu og sé al­deil­is ekki eft­ir því. Vin­ir og fjöl­skylda eru líka klár­lega stór part­ur af því að ég lét verða af þessu, þau hvöttu mig enda­laust áfram,“ segir Birta.

Birta hannar veggspjöldin úti í Barselóna en eru þau prentuð hér heima á Íslandi í umhverfisvottaðri prentsmiðju. „Vin­kona mín bauðst til þess að sjá um allt fyr­ir mig á Íslandi. Þetta var frá­bært tæki­færi fyr­ir okk­ur báðar þar sem hún var að byrja í fæðing­ar­or­lofi og fannst nauðsyn­legt að hafa eitt­hvað fyr­ir stafni,“ segir Birta.

Ætlar að eyða jólunum á Tenerife

Birta ætlar að eyða jólunum á Tenerife en hún er svo heppin að foreldrar hennar búa þar um helming ársins. „Til að vera al­veg hrein­skil­in þá sakna ég snjós­ins og app­el­sínu­gulu viðvar­an­anna heima og það verður voða skrítið að hitta ekki rest­ina af fjöl­skyld­unni yfir hátíðirn­ar, sér­stak­lega að missa af jólakaffi hjá ömmu á jóla­dag.“

Hún hefur ekki mikið ferðast út fyrir borgina á þessum mánuðum sem hún hefur búið í henni en á næsta ári stefnir hún á að ferðast meira. Þá ætlar hún í helgarferð til Frakklands.

Hvaða stöðum mæl­ir þú með að fólk heim­sæki í borg­inni?

„Það eru svo marg­ir fal­leg­ir staðar til að skoða hér en svo must see er Arc de tri­omf, Ciuta­della park, sa­grada familia, Parc gu­ell, Bun­kers og svo bý ég á Barceloneta strönd­inni og það er al­veg nauðsyn­legt að fara út að hlaupa á morgn­ana með fram strönd­inni. Einnig er gam­an að skoða og labba um gamla bæ­inn Gotico. Síðan eru svo mörg fal­leg söfn hér sem gam­an er að eyða tíma í að skoða.“

Áttu þér upp­á­haldsveit­ing­astað?

„Já þeir eru nú nokkr­ir, en Ho­nest Greens kem­ur fyrst upp, ég borða að minnsta kosti þar einu sinni á dag, sem seg­ir mikið til um hversu góður kokk­ur ég er og hvaða mér þykir gam­an að elda.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert