Sætaraðir 7-15 ekki fyrir alla

Sætisraðir á bilinu 7-15 eru ekki góðar fyrir kuldaskræfur.
Sætisraðir á bilinu 7-15 eru ekki góðar fyrir kuldaskræfur. Ljósmynd/Unsplash/JC Gellidon

Ef þú ert kuldaskræfa eða hefur oft lent í því að vera við það að frjósa í hel í flugi ættirðu að lesa lengra. 

Flugfreyja hjá bandarísku flugfélagi deildi myndbandi á TikTok þar sem hún ljóstrar upp í hvaða sætaröðum er kaldast að sitja meðan flugvélar fljúga um háloftin. Í starfi sínu sem flugfreyja hefur hún komist að því að raðir 7 til 15 séu köldustu staðirnir í flugvélum. Byggir hún þessa alhæfingu á persónulegri reynslu sinni sem bæði flugfreyja og kuldaskræfa. The Sun greinir frá.

Flugfreyjan, sem heitir Victoria Leigh, mælir með að ferðalangar með lágan líkamshita að eðlisfari velji sér önnur sæti en í fyrrnefndum sætaröðum. Þá segir hún gluggasæti aldrei góða hugmynd fyrir kuldaskræfur, sama í hvaða röð það er. Þá séu sætaraðir við útgönguleiðir einnig kaldari en aðrar. 

Í myndbandinu gefur Victoria fólki á ferð mörg önnur góð ráð. Til dæmis að klæða sig vel og lykilatriðið sé að vera alltaf í sokkum í flugi. 

@thevictorialeighproject

Cold on the airplane? Here’s some tips from a flight attendant ✈️ ##flightattendant ##flightattendanttips ##traveltips

♬ original sound - Victoria ✨
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert