Ástfangin í Ástralíu

Rita Ora og Taika Wai­titi byrjuðu saman í mars á …
Rita Ora og Taika Wai­titi byrjuðu saman í mars á þessu ári. AFP

Söngkonan Rita Ora og kærasti hennar, leikstjórinn Taika Wai­titi, létu vel að hvort öðru þegar þau fóru á stefnumót saman í stórborginni Sydney í Ástralíu á dögunum. Gera má ráð fyrir að ástfangna parið hafi endurupplifað sín fyrstu kynni í borginni en þau eru sögð hafa kynnst í Sydney þegar Rita Ora var við tökur á söng- og hæfileikakeppninni The Voice. En Rita Ora hefur farið með hlutverk dómara og þjálfara í þáttaröðunum. 

Samkvæmt frétt frá Daily Mail fór parið út að borða á fimm stjörnu veitingahúsinu Chiswick í Woollahra skömmu eftir að það lauk við sóttkví. Af myndunum að dæma eru þau Ora og Wai­titi  afar lukkuleg með hvort annað en einlæg brosin segja allt sem segja þarf. 

  

mbl.is