Home Alone húsið á Airbnb í eina nótt

Húsið úr kvikmyndinni Home Alone er í Chicago.
Húsið úr kvikmyndinni Home Alone er í Chicago. Airbnb

Aðdáendur jólamyndarinnar Home Alone geta glaðst en nú er mögulegt að gista eina nótt í húsinu margfræga sem staðsett er í úthverfi Chicago borgar. Þetta er í fyrsta skipti sem boðið hefur verið upp á gistingu í húsinu.

Airbnb ætlar að leigja húsið út í aðeins eina nótt, þann 12. desember, í tilefni af endurgerð myndarinnar Home Sweet Home Alone sem sýnd verður á Disney +. Gestgjafinn verður enginn annar en Buzz McCallister sem lék eldri bróður Kevins í myndinni og pláss er fyrir allt að fjóra gesti. Þá er búið að lofa pitsu veislu, alls kyns gildrur í anda myndarinnar sem og möguleikann á að sjá lifandi tarantúlu. Gestir fara svo ekki tómhentir heim heldur fá þeir legó útgáfu af húsinu að gjöf.

Opnað verður fyrir bókanir þann 7. des klukkan 13 að staðartíma (CT) hér. Áhugasamir verða að koma sér til Chicago á eigin kostnað.

Húsið er hið jólalegasta og engu hefur verið breytt.
Húsið er hið jólalegasta og engu hefur verið breytt. Airbnb
Home Alone er ein frægasta jólamynd allra tíma.
Home Alone er ein frægasta jólamynd allra tíma. imdb
Home Alone Lego húsið er uppfullt af smáatriðum úr upprunalegu …
Home Alone Lego húsið er uppfullt af smáatriðum úr upprunalegu myndinni. Ljósmynd/Lego
mbl.is