Mynd úr steinhelli stelur senunni

Þvílík og önnur eins náttúrufegurð á einni mynd. Eða hvað?
Þvílík og önnur eins náttúrufegurð á einni mynd. Eða hvað? Skjáskot/Twitter

Betur sjá augu en auga er stundum sagt. Sá málsháttur á svo sannarlega við um stórkostlega mynd sem kona nokkur að nafni Mairead tók í sakleysi sínu inni í helli nú á dögunum. Fréttamiðillinn The Sun greindi frá.

Myndin sem um ræðir hefur farið eins og eldur í sinu um netheima síðustu daga en það virðist vera misjafnt hvað netverjar sjá á myndinni. Myndin sýnir óaðfinnanlega sólargeisla brjótast í gegnum fallegan steinhelli en þrátt fyrir fegurðina í myndinni þá myndaðist fremur óheppilegt form á henni. 

„Segið mér að ég sé ekki sú eina sem sér þetta. Gerið það, ég hef smá áhyggjur af mér,“ segir eigandi myndarinnar í færslu sem birtist á Twitter og hlaut miklar undirtektir í kjölfarið.

Sumir vilja meina að ekkert athugavert sé við myndina á meðan aðrir þykjast sjá getnaðarlim í fullri reisn gægjast út úr hellinum. 

„Nei, þú ert ekki sú eina sem ert með skítugt hugarfar,“ skrifaði einn netverji við færsluna en hver og einn verður að meta fyrir sig. 

Hvað er það fyrsta sem þú sérð á myndinni?

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert