Simmi Vill með stjörnunum í Los Angeles

Veitingamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson og rapparinn Tyga á leik LA Rams …
Veitingamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson og rapparinn Tyga á leik LA Rams í gær. skjáskot/Instagram

Veitingamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson, betur þekktur sem Simmi Vill, er komin vestur til Kaliforníuríkis. Fyrir helgi andaði Simmi jólunum að sér í jólaborginni New York á austurströnd Bandaríkjanna. Nú er hann kominn á vesturströndina og hefur heldur betur notið lífsins í borginni. 

Simmi dvelur á The Peninsula Beverly Hills-hótelinu í Los Angeles og hefur undanfarna daga notið alls þess besta sem borgin hefur upp á að bjóða. Hefur veitingamaðurinn sýnt ítarlega frá ferðinni á Instagram. 

Um helgina fór hann körfuboltaleik hjá heimaliði borgarinnar, Los Angeles Lakers. Í gær fór hann svo á leik hjá fótboltaliðinu Los Angeles Rams. Á leiknum hitti hann rapparann Tyga og smellti í eina sjálfsmynd með rapparanum. 

mbl.is