Big Bang Theory-stjarna á Íslandi

Kaley Cuoco er á Íslandi.
Kaley Cuoco er á Íslandi. AFP

Leikkonan Kaley Cuoco er stödd hér á Íslandi. Er hún hér á landi til að vinna að verkefni á vegum HBO. Fréttablaðið greindi fyrst frá.

Cuoco er hvað þekktust fyrir að hafa farið með hlutverk í þáttunum The Big Bang Theory en hún fer nú með aðalhlutverk í þáttunum Flight Attendant sem framleiddir eru hjá HBO. Tökurnar sem nú fara fram hér eru fyrir aðra seríu af Flight Attendant.

Sást til leikkonunnar í miðborg Reykjavíkur í gær þar sem hún var við tökur. Cuoco sýndi svo frá lífinu í Reykjavík á Instagram og birti meðal annars mynd af skautasvellinu á Ingólfstorgi. Þá segir hún frá því að þau hafi farið á Dominos og einnig í bílalúguna á Aktu-taktu.

Cuoco talaði um Íslandsferðina í viðtali við People í júní á þessu ári. Þá sagðist hún vera mjög spennt að fara til Íslands en þangað hefði hún aldrei farið áður.

Samsett mynd
mbl.is