Eyddu brúðkaupsnóttinni á Reykjavík Edition

Sara Óskarsson og Andri Thor Birgisson eyddu brúðkaupsnóttinni á The …
Sara Óskarsson og Andri Thor Birgisson eyddu brúðkaupsnóttinni á The Reykjavík Edition.

Listakonan og fyrrverandi þingmaður Pírata Sara Óskarsson og kvikmyndaframleiðandinn Andri Thor Birgisson eyddu brúðkaupsnótt sinni á The Reykjavík Edition-hótelinu sem nýverið var opnað. 

Sara og Andri gengu í hjónaband á laugardag í Hallgrímskirkju. Sara birti mynd af þeim á hótelherberginu á Edition á sunnudagsmorgun. „Fyrsti dagurinn í hjónabandi. Má bjóða þér kaffi herra eiginmaður?“ skrifaði Sara við myndirnar.

Edition-hótelin eru rekin í samstarfi við Marriot-hótelkeðjuna. Reykjavík Edition er með fimm stjörnur og því í hæsta gæðaflokki. Hótelið tók á móti sínum fyrstu gestum í október og opnaði það svo í forsýningu nú í byrjun nóvember. 

Á hótelinu er meðal annars að finna veitingastaðinn Tides og Tides Café sem er bakarí.

mbl.is