Flugfélögin sem standa sig best og verst í að lenda á réttum tíma

Það er fátt sem jafnast á við skemmtileg ferðalög í …
Það er fátt sem jafnast á við skemmtileg ferðalög í kringum jólin. Ýmislegt getur þó gerst þegar kemur að áætlun flugfélaga ef marka má upplýsingar um flug bandaríska flugfélaga. mbl.is/Colourbox

Þeir sem verja stórum hluta lífsins á ferð og flugi vita betur en aðrir hversu miklu máli skiptir að flugfélög séu áreiðanleg. Síðustu mánuðir hafa verið einstaklega vandasamir þegar kemur að áætlun flugfélaga í Bandaríkjunum sökum skorts á starfsfólki, áskorana í viðhaldi, veðráttu og fjölmargra beinna og óbeinna áhrifa kórónuveirunnar.

Hugmyndir fólks um áreiðanleika flugfélaga eru alls konar og trúa sumir því jafnvel að flugfélög séu jafn áreiðanleg og heimsklukkan. Þangað til þeir kaupa flug af Spirit Airlines sem hætti við þrjú þúsund ferðir í ágúst á þessu ári.

Ný rannsókn US Public Interest Research Group (PIRG) veitir ágæta forspá um hvað framtíðin ber í skauti sér í áætlunarflugi. Rannsóknin náði yfir tímabilið janúar 2016 til ágúst á þessu ári og voru flugferðir Alaska, Allegiant, America, Delta, Frontier, Hawaiian, JetBlue, Southwest, Spirit og United skoðaðar ofan í kjölinn. 

Ef flugvél lendir fimmtán mínútum á eftir áætluðum lendingartíma er talað um að flugið sé ekki á áætlun eða um seinkun sé að ræða. 

Í júlí á þessu ári var Allegiant með einungis 51,9% flugvéla sinna á áætluðum lendingartíma og er því það flugfélag sem minnst er hægt að stóla á í þessu samhengi. JetBlue-flugfélaginu gekk aðeins betur og náði að lenda 71,6% véla sinna á áætluðum lendingartíma á þessu ári.

Þónokkrir hafa orðið fyrir því óhappi að missa af því …
Þónokkrir hafa orðið fyrir því óhappi að missa af því að ferðast um jólin þar sem tengiflug hefur fallið niður. Aðrir hafa flogið með flugvélum sem hafa lent of seint og vegna þess misst af flugi á næsta áfangastað. mbl.is/Colourbox

Talað er um að flugfélag standi sig ágætlega ef það nær að lenda 80% flugvéla sinna á tíma.  

Tvö flugfélög hafa náð þeim árangri að vera með 90% áreiðanleika í lendingartíma frá júní í fyrra og eru þessi flugfélög undantekningin en ekki reglan í flugiðnaðinum. Hawaiian er annað þeirra, með 90,4% flugferða sinna á tíma, og Delta er hitt, með 90,5% ferða sinna á áætluðum lendingartíma. 

Þeir sem hafa keypt sér miða í sólina í gegnum nokkur flugfélög hafa lent í vandræðum ef eitt flugfélaganna fellir niður flug. Sum flugfélög standa sig betur en önnur þegar þarf að fella niður flug. Áreiðanleiki Delta er hér aftur mikill. 

Þeir sem eru á leið í ferðalag um jólin eru hvattir til að halda sig nær þjónustuborðum á flugvöllum en áður og fylgjast grannt með tímasetningu og áreiðanleika þeirra fyrirtækja sem þeir hafa keypt flugmiða af. Eins er alltaf gott að gera ráð fyrir aðeins meiri tíma en minni á milli flugferða og íhuga að kaupa aðeins dýrari flugmiða af flugfélögum sem standa betur við sitt en önnur. 

Business Insider

Delta er til fyrirmyndar þegar kemur að því að standa …
Delta er til fyrirmyndar þegar kemur að því að standa við áætlaðan lendingartíma og svo virðist flugfélagið samkvæmt nýlegri rannsókn fella færri flug niður en önnur bandarísk flugfélög. mbl.is/Colourbox
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert