Farðu í helgarferð til Reykjavíkur og upplifðu töfrana

Þessi varða tekur á móti fólki þegar það skráir sig …
Þessi varða tekur á móti fólki þegar það skráir sig inn á hótelið.

Á dögunum opnaði fimm stjörnu hótelið, Edition Reykjavík. Hótelið er staðsett við hliðina á Hörpu og er hluti af alþjóðlegri hótelkeðju sem er í eigu Ian Schrager. Hann er frumkvöðull og kannski þekktastur fyrir það að hafa opnað skemmtilstaðinn Studio 54 í New York. Skemmtistaðinn stofnaði hann með Steve Rubell og varð skemmtistaðurinn strax eftirsóttur hjá fræga fólkinu en fólk á borð við Mick Jagger, Elizabeth Taylor og Jackie Onassis voru fastagestir í staðnum. Þótt Schrager sé hvorki arkitekt né hönnuður þá leggur hann mikið upp úr því að hreyfa við fólki með hönnun þar sem fegurðin er í forgrunni. Það sést vel á þessi splunkunýja hóteli í Reykjavík. 

„Okkur finnst tími Reykjavíkur runninn upp og við erum hér í hjarta borgarinnar á hárréttum tíma,“ segir Ian Schrager. 

Notalegir stólar í lobbínu bjóða gesti velkomna.
Notalegir stólar í lobbínu bjóða gesti velkomna.

Í hótelbrasi sínu í gegnum tíðina hefur hann alltaf lagt ofuráherslu á að vönduð hönnun og fágun sé í forgrunni. Mikið er lagt í útlit og að upplifun gestanna sé sem best. Á hótelinu eru 253 herbergi ásamt framúrskarandi börum, veitingastað, kaffihúsi, næturklúbbi og heilsulind svo eitthvað sé nefnt. 

Fólk sem skráir sig inn á hótelið þarf því tæknilega séð ekki að fara út fyrir hússins dyr. Það er svo mikið fjör inni að það er hægt að verja tímanum þar án þess að leiðast eina mínútu. Það væri því kannski ekki svo vitlaus hugmynd að fara í helgarferð til Reykjavíkur og njóta alls þess besta sem borgin býður upp á. 

Á hótelbarnum er lagt mikið upp úr fallegri hönnun. Þessir …
Á hótelbarnum er lagt mikið upp úr fallegri hönnun. Þessir stólar eru hannaðir af Jean-Michel Frank.

Íslenska arkitektastofan Tark hannaði Edition hótelið ásamt Roman and Williams í New York. Það var svo félag Ian Schrager, ISC design, sem hafði yfirumsjón með hönnuninni og ferlinu öllu enda þurfti hótelið í Reykjavík að vera í takt við hótelin úti í heimi. 

Hótelið fellur vel inn í hönnun húsanna í kring þótt það sé kannski ekkert sem toppi glerhjúp Ólafs Elíassonar sem hann hannaði utan um Hörpu. Á Edition hótelinu er klæðning að utan úr sug ban-timbri sem er unnið með aldagamalli japanskri tækni. Það mætir svörtum stálrömmum sem minna á hraunið í íslenskri náttúru. 

Þegar komið er inn í móttöku hótelsins tekur listaverk við sem er vísun í íslenska náttúru. Listaverkið minnir á hina íslensku vörðu sem vísaði landsmönnum veginn í gamla daga þegar ekki voru til staðsetningartæki og bifreiðar til að komast á milli staða. Fyrir aftan þetta listaverk er barinn á hótelinu. Hönnunin á honum er stílhrein og smart. Hvítir leðurklæddir hægindastólar í anda Jean-Michel Frank og svartir flauelsstólar í stíl Pierre Jeanneret setja svip á barinn. Þar er lögð áhersla á hlýleika og óbeina lýsingu. Þar er að finna lampa Christian Liaigre sem þykja ansi flottir en lamparnir minna á skartgripaskrín. Um leið og hótelið opnaði varð þessi hótelbar með þeim eftirsóttustu í Reykjavík. Á föstudags- og laugardagskvöldum er hann þétt setinn af fólki sem kann að meta lífsins gæði. 

Fyrir aftan hótelbarinn er svo leynibar sem heitir Tölt. Fólk þarf sérstakt leyniorð til að komast á þann bar en þegar þangað er komið tekur hlýlegt andrúmsloft á móti fólki. Gólfteppi, viðarklæðningar og hnausþykk græn marmaraplata setja svip sinn á þennan háleynilega stað. 

Veitingastaðurinn á hótelinu, Tides, er einnig farinn að njóta vinsælda en þar ræður Gunnar Karl Gíslason Michelin-kokkur ríkjum. Veitingastaðurinn er fallega hannaður og þar fær ljós viður að njóta sín. Yfirbragðið er stílhreint og í raun er ekkert þar sem truflar fegurðartaugar fólks. Mörgum finnst það dýrmætt!

Herbergin á hótelinu eru framúrskarandi en þar má meðal annars finna rúm sem eru svo þægileg að gesti langar helst ekki út af herberginu. Á baðherbergjunum eru vörur með einkennislykt hótelsins sem er ólík nokkurri annarri, sannkallaður fimm stjörnu ilmur.

Það er óhætt að segja að þetta nýja hótel setji svip sinn á borgina enda á hótelið án efa eftir að laða að fólk sem vill hafa það gott. 

Hér má sjá svarta stóla frá Pierre Jeanneret.
Hér má sjá svarta stóla frá Pierre Jeanneret.
Þessi ljósakróna er hönnuð af franska listamanninum Eric Schmitt.
Þessi ljósakróna er hönnuð af franska listamanninum Eric Schmitt.
Ljós viður er áberandi á Edition hótelinu. Hér má sjá …
Ljós viður er áberandi á Edition hótelinu. Hér má sjá ljósa kantaða barstaól sem fara vel við viðarstólana sem eru við borðin á Tides.
Hótelherbergin eru í hæsta gæðaflokki.
Hótelherbergin eru í hæsta gæðaflokki.
Það er gott útsýni yfir borgina úr mörgum herbergjum hótelsins.
Það er gott útsýni yfir borgina úr mörgum herbergjum hótelsins.
Kokteilarnir þykja einstaklega glæsilegir.
Kokteilarnir þykja einstaklega glæsilegir.
Það er gott úrval af áfengi á hótelbarnum.
Það er gott úrval af áfengi á hótelbarnum.
Þykk munstruð gólfteppi eru á gólfinu á Tölt. Eins og …
Þykk munstruð gólfteppi eru á gólfinu á Tölt. Eins og sést á myndinni hægt að hafa það notalegt með hanastél í hönd við arineld. Stólarnir eru með hrosshársáklæði.
Á Tides kaffihúsinu er hægt að fá ljúffengt bakkelsi sem …
Á Tides kaffihúsinu er hægt að fá ljúffengt bakkelsi sem bakað er á staðnum.
Á leynibarnum Tölt er hnausþykk marmaraplata á barborðinu sem er …
Á leynibarnum Tölt er hnausþykk marmaraplata á barborðinu sem er með rúnnuðum köntum.
Það er mikill klassi yfir Edition hótelinu.
Það er mikill klassi yfir Edition hótelinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert