Eitt rómantískasta hótel Íslands á sölu

Hótel Flatey er til sölu.
Hótel Flatey er til sölu. mbl.is/Golli

Hótel Flatey í Flatey á Breiðafirði er komið á sölu og er óskað eftir tilboði í eigina. Eignin skiptist í fjögur hús og bílskúr eða geymslu og telur alls 678,3 fermetra. 

Hótelið á sér langa sögu en það er staðsett í miðju gamla þorpsins í Flatey. Hótelið sjálft er í húsi sem heitir Stóra pakkhús og var byggt árið 1908. Þá er einnig Samkomuhús sem var byggt árið 1900 og Eyjólfspakkhús sem var byggt árið 1908. Starfsmannahús var byggt árið 2019 auk geymslunnar.

Lokið var við endurbyggingu eldri húsanna árin 2003 til 2007.

Hótelið telur þrjár tveggja manna svítur, fjölskyldusvítu, sjö tveggja manna herbergi, eitt fjölskylduherbergi, og tvö einstaklingsherbergi. Alls 14 herbergi með gistirými fyrir 30 manns. Öll herbergin eru með sameiginlegri aðstöðu.

Af fasteignavef mbl.is: Hótel Flatey

mbl.is