„Á bannlista með farþega sem troðast“

Það eru margar óskrifaðar reglur sem ber að fylgja í …
Það eru margar óskrifaðar reglur sem ber að fylgja í flugvélum. Ljósmynd/Aðsend

Flugþjónar fá að sjá hinar ýmsu hliðar á farþegum sem þeir þjónusta um borð í flugvélum. Hegðun farþega er ekki allt til sóma og oftar en ekki jaðrar hegðun þeirra við algeran dónaskap. Flugþjónar hafa lengi vel kortlagt hegðun farþega og segja það ansi algengt að margir hverjir reyni að troða sér út í flýti um leið og vélin hefur lent og útgönguleiðir opnaðar.

Flugfreyjan Kat Kamalani stafar hjá bandarísku flugfélagi og heldur úti vinsælum TikTok-aðgangi þar sem hún sýnir frá litríku starfi sínu sem þjónustustúlka í háloftunum. Kamalani segir að enginn dagur sé eins í vinnunni en hún þreytist ekki á því að gera grín að farþegum sem hegða sér ósæmilega á ferðalaginu. Mörgum óskrifuðum reglum ber að fylgja um borð í flugvélum.

Kamalani birti skemmtilegt myndband á TikTok á dögunum en þar sýnir hún fjöldann allan af farþegum sem reyna að komast út úr flugvélinni með hraði á undan farþegum sem eru a undan þeim í röðinni. Yfirskrift myndbandsins var svohljóðandi: „Fólk sem reynir að komast út úr flugvél á undan þeim sem sitja nær hurðinni ættu að vera á bannlista.“ Kamalani segist tengja vel við þessi skilaboð og samþykkir þau heilshugar ásamt öðrum tugþúsundum TikTok notenda sem höfðu horft á myndbandið og brugðust við því. Daily Star greinir frá.

„Í alvöru! Kann fólk ekki almenna kurteisi?“ spyr einn hneykslaður. „Ég bíð alltaf eftir að allir komist út úr vélinni áður en ég fer út, það er bara mun einfaldara þannig,“ segir annar. 

Hátt í 60 þúsund manns hafa horft á myndbandið og lýst yfir skoðun sinni á fyrirkomulaginu á því með hvaða hætti á að komast út úr flugvél. Myndbandið má sjá hér að neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert