Björk og Ísland í forgrunni í The Northman

Björk Guðmundsdóttir í The Northman.
Björk Guðmundsdóttir í The Northman. Skjáskot/YouTube

Í nýjustu stiklu kvikmyndarinnar The Northman má meðal annars sjá tónlistarkonuna Björk Guðmundsdóttur í hlutverki spákonu. Stiklan var gefin út í gær en Sjón skrifaði handritið að kvikmyndinni ásamt leikstjóranum Robert Eggers. 

Í stiklunni má einnig sjá Íslandi bregða fyrir en auk Bjarkar fara Ingvar E. Sigurðsson og Hafþór Júlíus Björnsson með hlutverk í myndinni. Með aðalhlutverk fer Íslandsvinurinn Alexander Skårsgard, leikkonan Anya Taylor-Joy sem er hvað þekktustu fyrir hlutverk sitt í The Queens Gambit og Nicole Kidman.

The Northman gerist á Íslandi á 10. öld og segir af ungum víkingi sem heitir þess að hefna sín grimmilega á þeim manni sem myrti föður hans.

Kvikmyndin verður frumsýnd hinn 1. apríl hér á Íslandi. 

mbl.is