Leyniperla Egilsstaða föl fyrir 360 milljónir

Hótelið Eyvindará er fallegt.
Hótelið Eyvindará er fallegt.

Hjónin Sigurbjörg Inga Flosadóttir og Ófeigur Pálsson hafa sett hótelið Eyvindará á sölu. Um er að ræða fallegt sveitahótel steinsnar frá þéttbýlinu á Egilsstöðum. Ásett verð er 360 milljónir. 

Sigurbjörg og Ófeigur ákváðu að setja hótelið á sölu vegna þess að þau eru komin á aldur og vilja koma hótelinu í hendur yngra og kraftmeira fólks með nýjar og ferskar hugmyndir. Hjónin hafa átt og rekið hótel Eyvindará í 15 ár og tóku þá við gistirekstri sem starfræktur hafði verið í nokkuð mörg ár. Í tíð Sigurbjargar og Ófeigs hefur hótelið stækkað og breyst. Þau hafa byggt upp sérlega fallegt sveitahótel á einstökum og friðsælum stað.

Pláss er fyrir að minnsta kosti 66 manns en á hótelinu er 16 herbergi. Einnig er tíu herbergja gistihús á einni hæð við hótelið. Í rjóðrum á skógivöxnu landinu rétt við hótelið standa svo sjö lítil gistihús. 

Af fasteignavef mbl.is: Eyvindará II

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert