Jólaskreytingarnar í Sydney eru eitthvað annað

Sumarið er komið í Sydney í Ástralíu og sumrinu fylgja gullfalleg jólaljós sem gleðja hvern þann sem leggur leið sína til stórborgarinnar. 

Ljósin hafa glatt íbúa Sydney sem hafa eytt hálfu árinu í útgöngubanni. Flottustu skreytingarnar er án efa að finna á Martin-torgi í borginni en þar er 800 greina jólatré skreytt 110 þúsund ljósum. Á því eru einnig 330 jólakúlur og á toppnum er 3,4 metra há stjarna sem skiptir um lit.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert