Hilton-hótelið sem er fjarri öllu og öllum

Hilton Salwar Beach Resort er í Katar, í grennd við …
Hilton Salwar Beach Resort er í Katar, í grennd við landamærin að Sádi Arabíu. Ljósmynd/Dimitris Sideridis

Í grennd við landamæri Katar og Sádi-Arabíu er að finna stórbrotið hótel sem er bókstaflega fjarri öllu og öllum. Hilton Salwa-hótelið var opnað í febrúar á þessu ári en framkvæmdir við það hófust árið 2015. 

Það er ástæða fyrir því að hótelið er nákvæmlega þarna, en það var byggt til þess að það væri tilvalinn kostur fyrir fólk sem væri að koma frá bæði Katar og Sádi-Arabíu. 

Á Hilton Salwa er að finna allt sem hugurinn girnist en þar er til dæmis fullbúinn skemmtigarður og fjöldi sundlauga. 

Frá því hótelið var opnað hefur verið nóg að gera að sögn Etienne-Charles Gailliez hótelstjóra sem var til viðtals hjá CNN Travel. Ferðamenn hafa komið víða að og hefur hótelið verið sérlega vinsælt á meðal ferðalanga í viðskiptaferðum. 

Við hótelið eru 84 villur með tveimur til fjórum herbergjum. Þar er svo 31 íbúð og á hótelinu eru 246 herbergi. Þar eru yfir 20 veitingastaðir og barir, spa, sundlaugar og íþróttavellir. 

Hótelið var opnað í miðjum heimsfaraldri og segir Gailliez síðasta árið af framkvæmdum hafa verið notað í að fullkomna sóttvarnir.

Ljósmynd/Dimitris Sideridis
Ljósmynd/Dimitris Sideridis
Ljósmynd/Dimitris Sideridis
Ljósmynd/Dimitris Sideridis
Ljósmynd/Dimitris Sideridis
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert