Raunveruleikinn á vinsælum útsýnisstöðum

Ása Steinars er ferðaljósmyndari.
Ása Steinars er ferðaljósmyndari.

Eftir því sem samfélagsmiðlar verða vinsælli verða ákveðnir áfangastaðir æ vinsælli. Útsýnisstaðir þar sem fólk stoppaði áður í stutta stund og horfði á fallegt útsýni eru nú orðnir að fjölförnum stöðum þar sem stundum þarf að bíða í röð til þess að fá að smella af fullkominni mynd fyrir Instagram. 

Ferðaljósmyndarinn Ása Steinars sýndi frá einu slíku atviki sem hún lenti í á ferðalagi í Japan. Þá fór hún að Hakone Shrine til að ná fallegum myndum. Þar þurfti hún hins vegar að bíða í röð. 

„Ókei þetta er reyndar ýkt dæmi. Ég er vön kyrrð íslenskrar náttúru og er yfirleitt langt frá fjöldanum. Í Japan var allt annað upp á teningnum og mér leið eins og það væri fullt af fólki á hverjum einasta myndræna stað,“ skrifar Ása og bætir við að sem betur fer séu Japanir svo kurteisir að þeir fari bara í röð og bíði eftir að komi að þeim.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert