Einhleyp og áhyggjulaus við Karíbahaf

Tónlistarkonan Dua Lipa nýtur sín á St. Barts.
Tónlistarkonan Dua Lipa nýtur sín á St. Barts. Skjáskot/Instagram

Enska söngkonan Dua Lipa eyddi ekki jólunum heima í ástarsorg eftir að hún og Anwar Hadid slitu sambandi sínu. Lipa eyddi heldur hátíðunum í sólinni, nánar tiltekið á St. Barts í Karíbahafi. 

Lipa var í fríi á St. Barts ásamt vinum sínum og fjölskyldu, en til þeirra sást á snekkju við strendur eyjarinnar. 

Greint var frá því rétt fyrir jól að þau Lipa og Hadid væru hætt saman. Þau höfðu verið saman í meira en tvö ár og ferðast víðsvegar um heiminn. 

Lipa er ein vinsælasta söngkona Bretlands um þessar mundir. 

View this post on Instagram

A post shared by DUA LIPA (@dualipa)

View this post on Instagram

A post shared by DUA LIPA (@dualipa)mbl.is