Fjallabak í fallegum vetrarbúningi

Horft til fjalla á Fjallabaki.
Horft til fjalla á Fjallabaki. mbl.is/Bjarni Helgason

Þó það hafi aðeins vantað upp á snjóalög í og við höfuðborgarsvæði þennan veturinn þá gerði vetur konungur vart við sig á hálendi Íslands strax í nóvembermánuði á síðasta ári.

Hinn 20. nóvember var ferðinni heitið upp á Fjallabak á Suðurlandi en þar eru frábærar aðstæður til þess að ferðast á vélsleða yfir vetrartímann.

Hraunið við Krakatinda var snæviþakið.
Hraunið við Krakatinda var snæviþakið. Ljósmynd/Magne Kvam
Sleðafjör á Fjallabaki.
Sleðafjör á Fjallabaki. Ljósmynd/Magne Kvam

Við tókum af bílunum við Rauðuskál og þaðan lá leiðin í átt að Krakatindum sem teygja sig upp í 1.012 metra hæð. 

Þar er stór hraunbreiða sem var undirlögð að snjó og eftir hana lá leiðin framhjá Sléttafelli sem er í 908 metra hæð.

Sleðafjör.
Sleðafjör. Ljósmynd/Magne Kvam
Það var fallegt um að litast á Fjallabaki í nóvember.
Það var fallegt um að litast á Fjallabaki í nóvember. Ljósmynd/Magne Kvam
Sú gula skein skært á hálendingu.
Sú gula skein skært á hálendingu. Ljósmynd/Magne Kvam

Við enduðum svo í Dalakofanum í Reykjadölum, í jaðri Torfajökulssvæðisins að Fjallabaki, þar sem við borðuðum nesti áður en farið farið að huga að heimferð.

Á bakaleiðinni var ekið í vesturátt áður en við komum niður aftur á milli Krakatinda og Sléttufells en þaðan lá leiðin aftur að Rauðuskál þaðan sem brunað var í bæinn.

Dalakofi í Reykjadölum.
Dalakofi í Reykjadölum. Ljósmynd/Magne Kvam
Horft til vesturs úr Dalakofanum.
Horft til vesturs úr Dalakofanum. mbl.is/Bjarni Helgason

Það ættu að vera góð snjóalög á Fjallabaki í dag þrátt fyrir vonskuveður undanfarna daga og það er spáð mikilli snjókomu á hálendinu á næstu dögum sem hentar vel fyrir sleða- og skíðaþyrsta Íslendinga.

Það ætti því ekki að vera neitt því til fyrirstöðu að fólk geti skellt sér í sleða- eða skíðaævintýri á hálendi Íslands í kringum helgina, ef veðurspáin leyfir.

Smelltu hér til að fylgja mér á Instagram.

Spólað við Sléttafell.
Spólað við Sléttafell. mbl.is/Bjarni Helgason
Sleðafjör.
Sleðafjör. Ljósmynd/Emil Þór Guðmundsson
Þegar sólin byrjar að setjast er gott að huga að …
Þegar sólin byrjar að setjast er gott að huga að heimleið. mbl.is/Bjarni Helgason
mbl.is