Fyrsta ferðalaginu heitið til Bahamaeyja

Kim Kardashian West og Pete Davidson eru sögð njóta lífsins …
Kim Kardashian West og Pete Davidson eru sögð njóta lífsins á Bahamaeyjum um þessar mundir. Samsett mynd

Ástarævintýri athafnakonunnar Kim Kardashian og grínistans Petes Davidsons er að færast á hærra plan þessa dagana. Parið sást stíga saman um borð í einkaflugvél á dögunum og herma heimildir að leið þeirra hafi legið til Bahamaeyja.

Fjölmiðlar vestanhafs hafa fylgt parinu hvert fótmál síðan það fór að stinga saman nefjum í október á síðasta ári. Er þetta þeirra fyrsta ferðalag saman og ekki úr vegi að þau njóti samverunnar á rómantískan máta eftir að hafa eytt jólum og áramótum hvort í sínu lagi. 

Bæði Kardashian og Davidson hafa haft hægt um sig á samfélagsmiðlum síðustu misseri og hafa enn ekki greint frá ferðalaginu. Myndir sem fréttamiðillinn Daily Mail náði af parinu stíga um borð í vélina tala þó sínu máli.

mbl.is