Aftur til Kongó eftir hræðilegt slys

Leikkonan Ashley Judd.
Leikkonan Ashley Judd. AFP

Leikkonan Ashley Judd segist vera tilbúin að fara aftur til Kongó eftir að hún mölbaut á sér fótlegginn þar fyrir 11 mánuðum. Judd er komin í ágætis form á þessu tæpa ári síðan hún slasaði sig en er þó enn smeyk. 

Bein­brot Judd var gríðarlega slæmt og var ekki útséð um hvort hún myndi halda fæt­in­um eða ekki. Hún féll um stór­an trjá­drumb inni í skóg­in­um og brotnaði á fjór­um stöðum. Það tók 55 tíma að koma henni á spít­ala og í aðgerð. Læknar höfðu áhyggj­ur af því að hún myndi hljóta var­an­leg­an taugaskaða. Þá voru bestu spár þeirra að hún myndi byrja að hreyfa fót­inn ári eft­ir slysið.

„Ég ætla að snúa til baka. Hjarta mitt er opið og ég er spennt. Ég veit ekki hvernig mér mun líða en það eina sem ég veit að ég á eftir að finna fyrir einhverju,“ skrifaði Judd á Instagram. Hún segist meðal annars þakklát fyrir fólkið sem bar hana í gegnum regnskóginn í marga klukkutíma. 

View this post on Instagram

A post shared by Ashley Judd (@ashley_judd)

mbl.is