Rifjar upp árið í ferðalögum

Leikarahjónin Sarah Michelle Gellar og Freddie Prinze Jr.
Leikarahjónin Sarah Michelle Gellar og Freddie Prinze Jr. Skjáskot/Instagram

Leikkonan Sarah Michelle Gellar birti á dögunum talsvert af ferðalagamyndum fjölskyldunnar. Við færsluna skrifaði hún: „Hér sit ég, reyni að fá ekki Covid og fletti í gegnum myndir frá ferðalögum okkar.“

Á myndunum má sjá fjölskylduna njóta meðal annars lífsins á Havaí, borða úti með vinum, sóla sig á ströndinni og fagna nýja árinu. 

Gellar er gift leikaranum Freddie Prinze jr. og fögnuðu þau 19 ára brúðkaupsafmæli síðastliðið haust. Þau eiga tvö börn saman.

mbl.is