Í draumaferðinni í Suður-Afríku

Minka Kelly og Trevor Noah í Suður-Afríku.
Minka Kelly og Trevor Noah í Suður-Afríku. Skjáskot/Instagram

Leikkonan Minka Kelly er heldur betur ástfangin af Suður-Afríku, heimalandi kærasta síns, ef marka má hennar nýjustu skrif á Instagram. Birti hún mynd af sér og kærastanum, sjónvarpsmanninum Trevor Noah, ásamt vinum í Suður-Afríku. 

„Farið í ferð til Suður-Afríku. Finnið vini eins og þessa. Farið í draumaferðalagið ykkar. Takk fyrir, Mzansi,“ skrifaði Kelly. 

Er þetta fyrsta mynd sem Kelly birtir af sér og Noah á samfélagsmiðlum en þau hafa haldið sambandi sínu úr sviðsljósinu. Noah birti þó einnig mynd af þeim í síðustu viku, einnig með vinum á myndinni. 

View this post on Instagram

A post shared by Minka Kelly (@minkakelly)

mbl.is