Rómantíkin svífur yfir vötnum í Karíbahafi

Leonardo DiCaprio og Camila Morrone hafa það gott í Karíbahafi.
Leonardo DiCaprio og Camila Morrone hafa það gott í Karíbahafi. Samsett mynd

Hollywood-leikarinn Leonardo DiCaprio gat ekki tekið augun af kærustu sinni, leikkonunni Camilu Marrone, þegar þau höfðu það ljúft á sólarströnd við Karabíska hafið á dögunum.

DiCaprio og Marrone eru stödd á eyjunni St. Barts í Karíbahafi og er eyjan sögð vera fjölsóttur staður fyrir bónorðs- og brúðkaupsferðir. Lífið virðist leika við parið í fríinu en lítið hefur borið á ástarsambandi þeirra hingað til.

Parið lætur aldursmuninn ekki hafa áhrif á sambandið enda virðist það ná vel saman. Aldursmunurinn hefur þó vakið eftirtekt og verið umtalaður í fjölmiðlum vestanhafs þar sem DiCaprio er 24 árum eldri en Marrone. Fréttamiðillinn Daily Mail greindi frá.

Leonardo DiCaprio hefur hlotið mikið lof upp á síðkastið fyrir hlutverk sitt í Netflix-myndinni Don't Look Up, sem er einskonar áróðursmynd um loftslagsvánna. Hlaut hann síðar gagnrýni eftir að til hans sást um borð í lúxus snekkju í eigu milljarðarmæringsins Ernesto Bertarelli.

mbl.is