Margir hugsa stórt árið 2022

Margir hugsa sér gott til glóðarinnar á þessu ári og …
Margir hugsa sér gott til glóðarinnar á þessu ári og ætla í eitt gott ferðalag sem er minnisstætt. Unsplash.com/Ben O Bro

Siglingafyrirtækið Royal Caribbean hefur sent frá sér spár um ferðaárið 2022. Ferðamenn séu nú að leitast eftir einu stóru og eftirminnilegu ferðalagi eftir að hafa setið eftir með sárt ennið síðustu tvö ár vegna heimsfaraldurs. 

„Borgarferðir munu njóta mikilla vinsælda. Síðustu tvö ár hafa ferðamenn leitast eftir rólegum og afskekktum áfangastöðum í skugga heimsfaraldurs. Nú er talið líklegra að fólk vilji iðandi mannlíf borga,“ segir í spám Royal Caribbean. „Fólk vill hlusta á lifandi tónlist, dansa og skemmta sér. Það má líkja þessu tímabili við „The Roaring Twenties“. 

Royal Caribbean segist ætla að bregðast við þessum breyttu áherslum með því að bjóða upp á siglingar þar sem stoppað er í fjölmörgum ólíkum borgum og boðið upp á ýmis fjölbreytt dansnámskeið um borð í skipinu.

Þá segja þeir að fólk vilji í auknum mæli aftengjast á meðan það er á ferðalagi og setja niður símana. Þá munu margir kjósa að fara í lengri frí og vinna á meðan. Þá er heilsusamlegur lífsstíll einnig ofarlega í huga fólks. Allt er þetta eitthvað sem ferðaiðnaðurinn þarf að bregðast við t.d. með háhraða internettengingu og fjölbreyttu matarkostum á áfangastöðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert